Spurt og svarað

Hvar er súkkulaðið framleitt?

Allt súkkulaði er framleitt í vottaðri framleiðsluaðstöðu í Eldstæðinu í Kópavogi.

Hvað er öðruvísi við ÚTÚRKÚ súkkulaði?

Grunnurinn að góðri vöru hlýtur alltaf að vera hráefnið. Við leggjum áherslu á nota gæða hráefni í allt okkar súkkulaði. Allar kakóbaunir í súkkulaðinu koma frá Suður-Ameríku og tilheyra FFC (Fine Flavour Cacao) gæðaflokknum.  

Við leyfum okkur líka að leika okkur með útlit á okkar vörum. Við elskum liti og í konfektinu leyfum við litagleðinni að ráða ríkjum. Konfektið er einnig í einstaklega vönduðum gjafaöskjum.

Hvar fást vörurnar?

Vörurnar fást í fjölmörgum gjafavöruverslunum og sælkeraverslunum auk ferðamannastaða. Meðal sölustaða eru Taste of Iceland, Vínberið, Þjóðminjasafnið, Melabúðin, Casa Hafnartorgi, Geysir í Haukadal, Hús handanna Egilsstöðum, nokkrar verslanir Rammagerðarinnar, Sjafnarblóm Selfossi, Árbæjarblóm og súkkulaði.is.

 Hvernig gerist maður endursöluaðili?

Ef þú rekur fallega verslun eða gististað og vilt bjóða uppá súkkulaði og konfekt sem gleður bæði augu og bragðlauka, hafðu þá endilega samband við okkur.