Um okkur
Sagan
ÚTÚRKÚ var stofnað árið 2023 og hóf framleiðslu á súkkulaðiplötum í september það ár. Fyrir jólin bættist við jólasveinasúkkulaði sem vakti mikla lukku, í febrúar 2024 hófum við framleiðslu á konfekti og í mars settum við páskaegg á markað.
Í framleiðslunni notum við eingöngu úrvals hráefni. Súkkulaðið er allt unnið úr baunum frá Suður Ameríku sem falla í gæðaflokkinn "Fine Flavour Cacao".
Konfektið er allt handgert og unnið af afburða konditorum og bakarameisturum.
Súkkulaðismyrjurnar færa hugtakið súkkulaðismyrjur upp á næsta stig.
Páskaeggin eru þykk og litrík og uppfull af góðgæti og málsháttum.
Markmið okkar er að hrista aðeins upp í íslenska súkkulaði- og konfektmarkaðnum. Það er svo margt sem vantar inn á þann markað og sem gömlu og stóru framleiðendurnir eru ekki að sinna eins vel og vera mætti. Við ætlum líka að hafa gaman með á þessu ferðalagi stendur.
ÚTÚRKÚ
Af hverju heitir vörumerkið ÚTÚRKÚ? Það er ekki af því að allar okkar vörur innihalda kúaafurðir - því svo er alls ekki. ÚTÚRKÚ stendur fyrir að vera óhefðbundið - öðruvísi - með nýstárlegar bragðtegundir - með óvenjulegt útlit. Við erum óhrædd við að fara ótroðnar slóðir, óhrædd við að prófa nýja hluti og að vera álitin algjörlega út úr kú.
Fólkið
Brynjólfur Ómarsson sér um framleiðslu á súkkulaði og daglegan rekstur. Hann hefur unnið í matvælageiranum með hléum frá 2004 og hefur mikla reynslu af markaðssetningu og vöruþróun í geiranum.
Vigdís Vo, konditor og bakarameistari hefur yfirumsjón með konfektgerðinni. Hún hefur m.a. unnið keppnina um konfektmola ársins og er nú dómari í sömu keppni.
Framtíðin
Við erum alltaf að bæta við nýjum vörum. Nýir konfektkassar eru væntanlegir og svo munum við setja í loftið nýja línu af vegan hafrasúkkulaði.
Einnig verður ný vörulína innan ÚTÚRKÚ kynnt í lok febrúar.
Laus störf
Við þurfum að bæta við okkur starfsfólki á næstu mánuðum svo að ef þú hefur ástríðu fyrir góðu súkkulaði og uppfyllir annað af neðangreindu, ekki hika við að hafa samband.
- a) Menntun og reynslu í konfektgerð
- b) Reynslu af sölustörfum