ÚTÚRKÚ
NÁMSKEIÐ í páskaeggjagerð
NÁMSKEIÐ í páskaeggjagerð
Couldn't load pickup availability
ATH: VIÐ BÆTUM VIÐ FLEIRI NÁMSKEIÐUM FLJÓTLEGA !
Langar þig að búa til geggjað páskaegg? Úr hágæða súkkulaði skreytt með alls kyns litum?
Á námskeiðinu færðu að skreyta páskaegg, eitt stórt og eitt lítið. Fyrst notum við pensla, til að teikna eða sletta litum í eggin og svo er hægt að spreyja lit í eggin til að þekja allt eggið. Við setjum svo súkkulaði í eggin, festum mótin saman og snúum þar til súkkulaðið hefur þakið alla veggi á mótinu. Þegar eggin hafa kólnað, gerum við gat á eggin, fyllum þau með góðgæti eða málsháttum og lokum svo. Síðasta skrefið er svo að setja eggin á fót svo þau geti staðið.
Þátttakendur taka svo eggin með sér heim og njóta um páskana.
ATH að þátttakendur þurfa að taka með sér nammi til að setja inní eggin.
FYRIR HVERJA ER NÁMSKEIÐIÐ?
Námskeiðið er fyrir bæði fullorðna og börn 8 ára og eldri. Ef börn koma á námskeiðið þá þurfa þau að koma með foreldri/forráðamanni. Ef einhver námskeið eru eingöngu fyrir fullorðna, þá er það tekið fram í heiti námskeiðsins.
HVAR ER NÁMSKEIÐIÐ?
Námskeiðin eru haldin á Nýbýlavegi 8, Kópavogi. Gengið er inn vinstra megin við Serrano, þar sem stendur Eldstæðið. Þar er gengið upp á 3ju hæð og dinglað á þar sem stendur Eldstæðið.
HVAÐ TEKUR NÁMSKEIÐIÐ LANGAN TÍMA?
Hvert námskeið tekur ca tvo tíma.
ATHUGIÐ SÉRSTAKLEGA
Áhöld sem við notum geta verið heit. Aðeins fullorðnir mega nota hitabyssur. Ávallt skal fylgja leiðbeiningum kennarans. Litir eru sterkir og getur verið erfitt að ná þeim úr fötum. Farið því varlega með litina. Yfirleitt sullast ekkert á þátttakendur en gott er að koma ekki í sínu fínasta pússi.
NÁMSKEIÐ FYRIR FYRIRTÆKI OG HÓPA:
Við getum sérsniðið námskeið fyrir fyrirtæki og hópa, félagasamtök, skóla eða vinahópa. Hægt er að halda námskeið á nokkrum stöðum:
- Hjá okkur á Nýbýlavegi í Kópavogi (hámark 12 manns)
- Í annan sal fyrir allt að 100 manns (t.d. Höfuðstöðina í Ártúnsbrekku)
- Á ykkar vinnustað
Námskeiðin eru frábær skemmtun fyrir starfsfólk sem þjappar hópnum saman. Hafið samband til að fá nánari upplýsingar um fyrirtækjanámskeiðin.